sunnudagur, ágúst 31, 2014

mánudagur, ágúst 11, 2014

Jæja ég er eflaust búin að pósta þessu myndbandi áður. En þetta band er nú með því krúttlegra sem ég hef séð. Svo fíla ég svona góð hljómsveitarmyndbönd, þar sem ekkert er í gangi nema spilamennskan, tónlistarmennirnir bara doin' their thing. Ég var reyndar að taka eftir því fyrst núna að það er enginn gítarleikari. Það er kannski þess vegna sem þeir eru svona sakleysislegir. Það besta við myndbandið er hinsvegar að mennirnir gætu ekki verið einlægari. Hversu mjög það eykur gæði hlutanna þegar fólk þorir í alvöru að standa og falla með því sem það gerir. Staðsetur sig ekki í fjarlægð og hæðist að því sem það gerir á meðan það gerir það. Stendur frekar í báða fætur og spilar tónlist. Trommarinn ungi í bleikri blómaskyrtu. Og söngvarinn sem er að syngja úr sér hjartað gerir það sitjandi á barstól, með kringlótt gleraugu og TREK USA derhúfu. Dettur í hugleiðslu þess á milli. Honum er alvara.


fimmtudagur, ágúst 07, 2014

[it is] "blatantly untrue, absurd, and painful for anyone to argue that those who formulate a criticism of the State of Israel is anti-Semitic or, if Jewish, self-hating.“

- Judith Butler, snillingur af gyðingaættum, meistari með meiru.