föstudagur, desember 30, 2011

Undirskrift

Lesendum þessarar bókar, ef einhverjir eru,
hef ég ekkert frekar að segja í raun og veru.
Sjá, hér er ég sjálfur, og þetta er allur minn auður,
hið eina, sem ég hef að bjóða lifandi og dauður.

Ég veit, að þið teljið mig aldrei í ykkar hópi
og ætlið mig skringilegt sambland af fanti og glópi.
Ég er langt að kominn úr heimkynnum niðdimmrar nætur,
og niður í myrkursins djúp liggja enn mínar rætur.

Ég ber þess að sjálfsögðu ævilangt óbrigðult merki,
því örlög hvers manns gefa lit sinn og hljóm sinn hans verki:
Það var lítið um dýrðir og næsta naumt fyrir andann.
Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Ég kvaðst á við fjandann.


-Steinn Steinarr

fimmtudagur, desember 08, 2011