föstudagur, janúar 12, 2018

sunnudagur, nóvember 19, 2017

sunnudagur, nóvember 12, 2017

Ljóðastund nóvembermánaðar

Að hitta sjálfan sig

Frelsaðu sjálfan þig
eins og lauflausir trjálundir
síðla í nóvember hafa gert.
Aðeins svipstrangar furur
og þintré standa alþakin
sínum græna barrnálahjúpi,
einsog þau ætli sér að vagga
í svefn öllu undir sólinni.
Losaðu þig því við allt.
Á öllum hinum trjánum
aðeins fáein skraufþurr
laufblöð sem vart bærast.
Fugl sem hvergi getur
dulist, hefur sig til flugs,
og fellir fjöður í leiðinni.
Á þessu andartaki fátæktarinnar
steig ég skyndilega á hauskúpu.


-Ko Un
(þýðing: Gyrðir Elíasson)

föstudagur, september 22, 2017

mánudagur, júní 05, 2017

Annars sungu stúlkurnar í gær lagið talsvert blíðlegar heldur en Celine Dion. Ætli það mætti ekki bara segja að ég hafi verið hrifnari af þeirra túlkun. Celine Dion er frábær söngkona en það er eins og ég sakni einhvers sjarma og fjölbreyttari blæbrigða. Hér er hins vegar diva að mínu skapi:

sunnudagur, júní 04, 2017

Gekk heim í miðnætursólinni, úr húsi bárust partílæti, kvenraddir í blóma lífsins sungu þetta lag í kór, bjúddari: