föstudagur, september 22, 2017

mánudagur, júní 05, 2017

Annars sungu stúlkurnar í gær lagið talsvert blíðlegar heldur en Celine Dion. Ætli það mætti ekki bara segja að ég hafi verið hrifnari af þeirra túlkun. Celine Dion er frábær söngkona en það er eins og ég sakni einhvers sjarma og fjölbreyttari blæbrigða. Hér er hins vegar diva að mínu skapi:

sunnudagur, júní 04, 2017

Gekk heim í miðnætursólinni, úr húsi bárust partílæti, kvenraddir í blóma lífsins sungu þetta lag í kór, bjúddari:

sunnudagur, maí 21, 2017

laugardagur, maí 20, 2017

Hef verið afhuga fjölmiðlum undanfarið. Umfjallanir síðustu daga hafa hins vegar blásið óvæntu fjöri í sálarlíf mitt. Þar á ég við ræðu Sigurðar Pálssonar við viðtöku Maístjörnunnar, viðtal við Björn Roth í Fréttablaðinu og Katrínu Mogensen í Morgunblaðinu. Svo er þessi fíni umræðuþáttur um hinsegin málefni á Rás eitt núna.

Ég er alltaf á leiðinni að klára hugleiðingar um Houellebecq og nýjustu bókina hans, Undirgefni. Nenni því bara ekki.

föstudagur, apríl 28, 2017

Nokkuð sem ég lærði fyrr í vikunni:
Hugsanir geta verið lífshættulegar.